top of page
Search

Að gefnu tilefni

  • dorinr1
  • Apr 27, 2023
  • 1 min read

Vil ég bara taka það fram að ég er ekki hetja eða fyrirmynd og ég þarf þess ekki.


Það þurfa ekki allir að vera hetjur.

Það eiga ekki allir að vera hetjur.

Við getum ekki lifað í samfélagi hetja.


Ég sá leikrit í gær. Ekki bara var það illa þýtt, listrænt vafasamt af hendi höfundar, taktlaust, smekklaust, van-leikið, van-leikstýrt og asnalegt. Heldur er það sett upp í þessu hetju tómi, þar sem allt verður að vera hetju dáð. Bara það að setja upp þetta verk er hetjudáð, það er ekki fyrir alla, bara þá sem þora. Þora að vera hetjur.


Og í hetju-tóminu gleymdist raunveruleikinn. Að stóri glæpurinn sem verkið hverfist um hefur einmitt gerst í þessu litla samfélagi okkar og á einmitt þann máta sem leikritið sagði að væri nánast ómögulegur. Þannig líður mér eins og litlu barnlausu hetjurnar séu líka dónar og ræflar.


Við lifum í siðferðislegri Marvel-mynd. Svarta ekkjan tístir gegn ofbeldi, Hulk setur upp leiksýningar um ofbeldi, Captain America hugsar um flóttafólkið. Svarta ekkjan setur upp myllumerki í nafni mannréttinda. Og okkur hinum leiðist.


 
 
 

Comments


Dramatúrgistan EHF

  • alt.text.label.Instagram

©2023 by Dramatúrgistan EHF. Proudly created with Wix.com

bottom of page