top of page
Search

Hnífaburður morgundagsins.

  • dorinr1
  • Apr 25, 2023
  • 1 min read

Enn einn dagur í lífi drengs. Sama óttatilfinningin lúrir í kverkunum og tár taka hænuskref meðfram syllu augasteina minna. Þetta hlýtur að batna.


Ég skulda eitt leikrit og eina skáldsögu. Og svo auðvitað skattinum. En það fylgir djobbinu.


Ég held ég sé loksins, eftir 30 aum dröft búinn að komast að kjarnanum í leikritinu. Hann snýr að raunverulegu ábyrgðarleysi og hvernig við sem samfélag verðum að velja fyrirmyndir okkar gaumgæfilega - því annars velja þær sig sjálfar. Hvernig hugmyndir o

kkar um betra samfélag, og meiri réttindi - verða á endanum til þess að samfélagið verður verra - öfgarnar meiri. Sjálfsbjargarviðleitnin þið skiljið.


Bókin aftur á móti bara dettur ekki. Sama hvað ég á margar vitranir á koddanum, sama við hvern ég ræði um laus þemu, sama hvað ég ákveð bara að harka gegnum þetta - þetta bara dettur ekki.


Kannski er ég ekki rithöfundur. Kannski lá bara síðasta bók á mér eins og bölvun og mér tókst að galdra hana út. En hæfileikann til að skrifa aðra bók um leið.


Hver veit. Hvað er næst? Eitthvað.





 
 
 

Recent Posts

See All
Að gefnu tilefni

Vil ég bara taka það fram að ég er ekki hetja eða fyrirmynd og ég þarf þess ekki. Það þurfa ekki allir að vera hetjur. Það eiga ekki...

 
 
 

Comments


Dramatúrgistan EHF

  • alt.text.label.Instagram

©2023 by Dramatúrgistan EHF. Proudly created with Wix.com

bottom of page